Þorbergur Ingi Jónsson ofurhlaupari úr UFA vann enn eitt hlaupaafrekið í morgun þegar hann kom níundi í mark á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi sem fram fór í Frakklandi.
Hlaupin var 86 km leið umhverfis Annecyvatn í hæðóttu landslagi og hækkun alls um 5.300 metrar. Þorbergur rúllaði þessa 86 km á 8:47:20 og var rétt um hálftíma á eftir fyrsta manni, heimamanninum Sylvain Court sem lauk hlaupinu á 8:15:45.
Þorbergur var nr. 29 á styrkleikalista styrkleikalista sem gefinn var út fyrir hlaupið og kom árangur hans því mörgum á óvart og talað um árangur hans sem "the surprise of the race"
UFA óskar Þorbergi innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.