• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Hafdís Sigurðardóttir með nýtt Íslandsmet í langstökki

Hafdís Sigurðardóttir (mynd fengin af umfi.is)
Hafdís Sigurðardóttir (mynd fengin af umfi.is)

Hafdís Sigurðardóttir setti nýtt Íslandsmet í langstökki á Akureyri í dag þegar hún stökk 6,56 metra. Hafdís byrjaði strax af krafti og stökk 6,41 m í fyrstu umferð. Það var svo í  fjórðu umferð sem Hafdís bætti eigið Íslandsmet um heila ellefu sentimetra þegar hún sveif 6,56 metra. Þess má geta að lágmarkið fyrir HM í Peking í Kína sem fram fer síðar í þessum mánuði er 6,70 metrar og verður Hafdís að ná því fyrir 10.ágúst. Þessi sama hæð er einnig lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu á næsta ári. Það verður spennandi að fylgjast með Hafdísi á næstu mótum þar sem hún er á fljúgandi siglingu og til alls líkleg.

Hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur Hafdís


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA