Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram á Sauðárkróki um helgina. UFA eignaðist ellefu nýja Íslandsmeistara. Auk þess fengum við tíu silfur og sex brons.
Gunnar Eyjólfsson setti mótsmet í 400m hlaupi 16-17 ára pilta þegar hann kom í mark á tímanum 51,33 sek.
Kolbeinn Höður Gunnarsson setti mótsmet í 100m hlaupi pilta 20-22 ára þegar hann kom í mark á tímanum 10,65 sek.
Í stigakeppninni lentu 15 ára piltarnir okkar og 20-22 ára piltarnir okkar í þriðja sæti en UFA lenti í fimmta sæti í heildarstigakeppninni sem er flottur árangur.
Til hamingju öll
Áfram UFA
Nánari úrslit hér http://46.149.29.198/motfri/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=MI15-22-15