• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Vetrarfærð í vertrahlaupi

Það var heldur þungfært fyrir hlaupara í fjórða vetrarhlaupi þessa vetrar sem fram fór í gær. Sautján hlauparar létu það ekki á sig fá og skeiðuðu 10 km hringinn. Helgi Rúnar Pálsson var fyrstur í mark á 45:34, annar var Finnur Dagsson á 47:51 og þriðji var Leo Broers á 49:51. Fyrst kvenna var Rachael Lorna Johnstone á 54:18, önnur var Sigríður Rúna Þóroddsdóttir á 54:53 og þriðja var Guðrún Nýbjörg á 55:46.

Aðeins tvö lið náðu inn stigum í stigakeppni liða að þessu sinni, Hugmyndasnauðir sem leiða stigakeppnina með 19 stigum, og Skjaldbökurnar sem eru komnar í þriðja sæti í liðakeppninni með 9 stig.

Hér má sjá tíma allra sem hlupu og stöðuna í stigakeppninni.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA