• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Langhlaupadeild - UFA Eyrarskokk

20. mars 2003 var stofnuð langhlaupadeild innan UFA af hópi fólks sem hafði stundað hlaup saman um nokkurt skeið. Hlutverk deildarinnar er að efla langhlaup í bænum og greiða götu þeirra sem vilja stunda hlaup sér til ánægju og/eða til keppni. Deildin kemur einnig að hlaupahaldi á vegum UFA. Tíu árum síðar sameinaðist Eyrarskokk, skokkhópur sem líkamsræktarstöðin Átak hélt úti, þessum hópi sem hefur síðan þá æft undir merkinu UFA Eyrarskokk. Hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt síðan og er í dag orðinn fjölmennur og breiður, skipaður fólki af öllum stærðum og gerðum með mismunandi hlaupastíl og hlaupahraða.

Hlutverk deildarinnar er að efla langhlaup í bænum og greiða götu þeirra sem vilja stunda hlaup sér til ánægju og/eða til keppni. Deildin kemur einnig að hlaupahaldi á vegum UFA.

UFA Eyrarskokk heldur úti hlaupaæfingum allan ársins hring. Þjálfarar setja saman æfingaáætlanir fyrir hópinn og stýra æfingum, sem eru getuskiptar þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem markmiðið er að skokka öðru hvoru til að halda sér í formi eða æfa af kappi og taka þátt í styttri og lengri hlaupum. Nánari upplýsingar um æfingar og gjaldskrá má finna hér.

Nánari upplýsingar um æfingar og starf deildarinnar veitir formaður í tölvupósti: ufaeyrarskokk@gmail.com, eða síma: 864 7422 (Rannveig)

Stjórn deildarinnar skipa:
Rannveig Oddsdóttir, formaður.
Sara Dögg Pétursdóttir, meðstjórnandi
Anna Berglind Pálmadóttir, meðstjórnandi
Anton Örn Brynjarsson, meðstjórnandi

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA