Hlaupið hefst í Naustaborgum og er ræst við hliðið sem er rétt innan við innganginn Naustahverfismegin þar sem hestastígurinn sker leiðina. Fyrir þá sem koma akandi er hægt að leggja t.d. á bílastæði innst í Ljómatúni eða hreinlega við Naustaskóla. Til að byrja með er hlaupið upp nýja stíginn sem var nú í sumar færður nokkra metra til vesturs. Hlaupið er austan við vatnið og þar áfram og upp brekkuna sem liggur í S og áfram upp áleiðis í Kjarnaskóg. Þegar komið er að ríkishringnum er hann hlaupinn til suðurs að þverbrautinni sem er svo hlaupin niður að hinum hluta ríkishringsins, þá er beygt til hægri og hlaupið aftur svo gott sem sömu leið aftur í átt að Naustaborgum. Beygt er inn á einstigi til vinstri rétt áður en komið er að hestastígnum. Einstigið er hlaupið sem leið liggur að vatninu og þá er beygt til vinstri að seinni hluta einstigisins. Hlaupi lýkur þegar komið er að stígnum sem hlaupið hófst á.
Hlaupið verður ræst 17:30 og verður miðasala frá 17:00. Það kostar 500 á mann. Í tilefni af bleikum október hvetjum við alla til að mæta í einhverri bleikri flík í hlaupið.
Leiðin verður merkt með spreyi en hér má sjá kort til glöggvunar.
Uppaf og endir:
Miðjan:
Snúningur: