• MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Nýir iðkendur

UFA getur bætt við nýjum iðkendum í alla æfingahópa. Í byrjun hverrar annar (janúar, maí og september) er boðið upp á fría kynningartíma fyrir nýja iðkendur. Ef einhver hefur áhuga á að koma inn utan þess tíma er velkomið að kíkja á nokkrar æfingar og máta sig við starfið.

Formleg skráning og greiðsla félagsgjalda fer fram í gegnum Sportabler vefsíðu eða smáforrit í síma, slóð á vefsíðuna er: https://sportabler.com/shop/ufa 

Nauðsynlegt er að hafa í huga að öflugt sjálfboðaliðastarf er mjög mikilvægt fyrir félagið, sérstaklega í tengslum við mótahald hvers konar og ferðalög. Því er gert ráð fyrir að hverjum iðkanda fylgi a.m.k. einn sjálfboðaliði sem er tilbúinn til að vinna á mótum félagsins og koma að annari fjáröflun fyrir félagið.

Á facebook eru æfingahóparnir með sínar síður og eru þær notaðar til að miðla upplýsingum til foreldra og iðkenda.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA