• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Gamlárshlaup UFA 2024

Gamlárshlaup UFA verður á sínum stað kl. 11.00 á Gamlársdag og verður að þessu sinni hlaupið frá Bautanum.

Þetta er skemmtihlaup án tímatöku þar sem áherslan er á að fólk mæti og hafi gaman saman. Fyrir þá sem vilja spretta úr spori eru tvö Strava segment á leiðinni, annað 4 km og hitt 7,5 km.

Að loknu hlaupi komum við saman á Bautanum þar sem kjúklingasúpa verður í boði og verðlaun verða veitt fyrir bestu búningana ásamt útdráttarverðlaunum.

Þátttökugjald er 4000 kr og innifalið í því er kjúklingasúpa og kaffi.
Þátttökugjöld leggjast inn á reikning 0565-26-494291 kt. 490922-0160 með skýringunni Gamlárs. Sýna þarf kvittun við afhendingu ganga.

Leiðarlýsing
Hlaupið byrjar á gangstétt á Drottningarbraut á mörkum Drottningarbrautar og Kaupvangsstrætis. Hlaupið er fyrst til norðurs, meðfram Hofi og til austurs í átt að Eimskip. Þar er tekin hringur og hlaupið aftur fram hjá Hofi og svo í suður. Þeir sem ætla að hlaupa 4 km snúa við við gatnamótin við Leiru (verður keila þar). Þeir sem fara 7,5 k hlaupa inn að gatnamótum við flugvöll og snúa við þar (verður líka keila þar). Hlaupið endar svo á nánast sama stað og það hefst.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA