• MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Akureyrarhlaup fimmtudaginn 4. júlí 2024

Akureyrarhlaup hefur verið árviss viðburður í Íþróttalífi Akureyringa frá 1992.

Hlaupið er styrkt af Akureyrarbæ og Heilsueflandi samfélagi.

Hlaup fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur og lengra komna!

 

Hlaupaleiðin

Boðið er upp á þrjár vegalengdir 5 km, 10 km og hálfmaraþon. Keppni í hálfmaraþoni er jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni. Þar er keppt um Íslandsmeistaratitla í hálfmaraþoni karla og kvenna og einnig um Íslandsmeistara í aldursflokkum.

Rás- og endamark er við menningarhúsið Hof og er hlaupið um eyrina og meðfram ströndinni í átt að flugvellinum svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka. Við þurufm að endurmæla leiðina og munum gera smávægilegar breytingar á henni. Upplýsingar og kort af nýjum hlaupaleiðum koma inn í byrjun maí.

Hér má sjá nánari lýsingar og kort af hlaupaleiðunum.

 

Skráning

Skráning fer fram á netskraning.is og einnig verður hægt að skrá sig í World Class á keppnisdag milli kl. 17.00 og 18.30. Athugið að öll keppnisgjöld hækka um 1000 kr á miðnætti 3. júní.

5 km hlaup kr. 2.500 í forskráningu, kr. 3.500 á keppnisdag
10 km hlaup kr. 3.500, kr. 4.500 á keppnisdag
Hálfmaraþon kr. 5.500, kr. 6.500 á keppnisdag.
18 ára og yngri greiða aðeins 1500 kr. í allar vegalengdir í forskráningu en kr. 2.500 á keppnisdag.

 

Tímataka og úrslit

Tímataka.is mun annast tímatöku í hlaupinu. Keppendur fá afhent hlaupanúmer sem þeir þurfa að hafa sýnilegt að framan, fyrir ofan mittishæð allt hlaupið. Í númerinu er tímatökuflaga sem skannast þegar hlaupið er yfir tímatökumottur í byrjun og lok hlaupsins. Mikilvægt er að bera hendurnar ekki fyrir flöguna þegar hlaupið er yfir mottuna því það getur komið í veg fyrir að flagan skannist. Bíðið því með að stoppa klukkuna ykkar þar til þið hafið hlaupið yfir mottuna.

Úrslit verða birt á vefnum timataka.is strax að loknu hlaupi og síðar á Hlaupasíðunni og í afrekaskrá FRÍ.

 

Verðlaun

Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum vegalengdum og verðlaunapeningar fyrir aldursflokka. Einnig verður dreginn út fjöldi útdráttarverðlauna.

Keppt er í eftirfarandi aldursflokkum:
5km: 15 ára og yngri, 16-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri
10km: 15 ára og yngri, 16-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri
Hálfmaraþon: 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára, 70-79 ára, 80-89 ára, 90 ára og eldri

Auk þess verða veitt peningaverðlaun fyrir ný brautarmet í öllum vegalengdum.

Gildandi brautarmet eru eftirfarandi:

5 km 14:40 Baldvin Þór Magnússon 2021 17:55 Andrea Kolbeinsdóttir 2019
10 km  30:18 Kári Steinn Karlsson 2012 34:57 Guðlaug Edda Hannesdóttir 2020
21,1 km 1:08:22 Arnar Pétursson 2023 1:17:42 Andrea Kolbeinsdóttir 2023

 

Dagskrá á hlaupadag

16.00-19.00 Afhending keppnisgagna í World Class (Tekið við nýskráningum til kl. 18.30)
19.00 Fyrri ræsing í hálfmaraþoni - hlauparar sem reikna með að vera lengur en 1:50:00 að hlaupa
19.30 Seinni ræsing í hálfmaraþoni - hlauparar sem reikna með að vera fljótari en 1:50:00 að hlaupa
20.05 Ræsing í 5 og 10 km hlaupi
20.20-22.00 Hauparar koma í mark. Veitingar í boði á marksvæði og hægt að fara í sturtu í World Class
22:00 Tímatöku lýkur
21.30-22.00 Verðlaunaafhending í World Class

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA