• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • MÍ 11-14 2021

Vetrarhlaupasería LYST með UFA

Vetrarhlaup UFA hafa verið haldin allt frá stofnun Langhlauparadeildar UFA 2003. Um hlaupasyrpu er að ræða sem samanstendur af fimm hlaupum sem haldin eru á tímabilinu frá október til mars og er keppt í stigakeppni einstaklinga og liða. Keppendur eru ekki bundnir af því að taka þátt í öllum hlaupunum og eru hlaupin öllum opin. Í vetur verðum við í samstarfi við veitingastaðinn LYST í Lystigarðinum og munu öll hlaupin og byrja og enda þar. Hlaupaleiðir verða þó líkt og undanfarin ár mismunandi.

Tímasetning og hlaupaleiðir
Hlaupin eru haldin síðasta miðvikudag í mánuði og hefjast kl. 17:30

Hlaupin verða eftirtalda daga:

Skráning og þátttökugjöld
Sala þátttökuseðla hefst hálftíma fyrir hlaup á Kaffi Lyst. Þátttökuseðillinn kostar 1000 kr. Greiða má á staðnum (með penngum) eða millifæra inn á reikning 0565-26-494291 kt. 490922-0160. Gott er að skrifa "Vetrarhlaup" sem skýringu og nauðsynlegt er að sýna staðfestingu á milifærslu þegar miðinn er sóttur fyrir hlaup. Þátttökuseðillinn er fylltur út skilmerkilega, hlaupið með hann og hann síðan afhentur starfsmanni hlaupsins þegar komið er í mark. Engin tímataka er í hlaupinu heldur ræður röð þátttakanda stigagjöf.

Vegalengdir og hlaupaleiðir
Öll hlaupin byrja og enda við LYST í Lystigarðinum en hlaupnar verða ólíkar leiðir, 6-9 km langar. Leiðin hverju sinni verður kynnt nokkrum dögum fyrir hlaup.

Stigakeppni einstaklinga
Keppt er í stigakeppni í karla- og kvennaflokki í tveimur aldursflokkum; 39 ára og yngri og 40 ára og eldri. Fyrir fyrsta sæti í hverju hlaupi eru gefin tíu stig, níu stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli niður í níunda sæti sem gefur tvö stig, sæti þar fyrir aftan gefa síðan eitt stig. Ef tveir einstaklingar eru jafnir að stigum eftir fimmta hlaupið gildir sú regla að sá sem hefur oftar unnið hinn sigrar.

Stigakeppni liða
Hámark fimm einstaklingar geta skipað hvert lið. Hægt er að fá 1, 3 eða 5 stig í hverju hlaupi og fer það eftir mætingu liðsmanna. 5 stig fást ef 5 liðsmenn klára hvert hlaup fyrir sig, 3 stig fást ef 4 liðsmenn klára og 1 stig fæst ef 3 liðsmenn klára. Ef fleiri en eitt lið enda jöfn stiga eftir lokahlaupið í mars þá ræður hlutkesti úrslitum. 

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu sæti í stigakeppni einstaklinga og fyrsta sæti í liðakeppninni. Að loknu síðasta hlaupi í mars verða einnig dregin út útdráttarverðlaun og á þá hver og einn þátttakandi einn miða í pottinum fyrir hvert hlaup sem hann tekur þátt í.

 






Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA