• MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Norðurljósin - Perlur Eyjafjarðar

Norðurljósin – Perlur Eyjafjarðar eru þríþrautardeild UFA. 

 

Norðurljósin eru félagsskapur fyrir iðkenndur þríþrautar á Akureyri. Æfingar eru stundaðar í fjarþjálfunarformi eftir æfingaáætlun sem kemur frá Geir Ómarssyni, sem er jafnframt yfirþjálfari þríþrautardeildar Ægis. Liðsmenn æfa á þeim tíma og af þeirri ákefð sem þau velja. Margir eru að leitast eftir fjölbreyttri hreyfingu á meðan aðrir vilja æfa markvisst fyrir ákveðna keppni eða viðburði. Nokkarir skipulagðir æfingatímar eru á viku og þeir sem komast æfa þá saman, annars æfa liðsmenn á sínum tíma. Aðal markmiðið er þó að skapa jákvæðan og skemmtilegan félagsskap sem hefur áhuga á að æfa saman og deila áhuganum á hvers konar endurance íþróttum. Þá héldu Norðurljósin Íslandsmeistarakeppni í Ólympískri þríþraut að Hrafnagili sumarið 2020 og í sprettþraut 2021 og stefnt er að því að hafa viðburðinn árlegan. 

Þríþrautardeildin er í nánu samstarfi við þríþrautardeild Ægis. Iðkenndur geta því skráð sig í hinar ýmsu æfingabúðir og keppnisferðir hjá Ægi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu þeirra hér:Ægir3 Forsíða | Ægir3 (aegir3.is)

Ef þig langar að æfa með Norðurljósunum er fyrsta skrefið að senda tölvupóst á rosfrid@icloud.com eða hafa samband við Norðurljósin á Instagram eða Facebook. Enginn kostnaður fylgir því að vera liðsmaður Norðurljósanna, en æfingaplanið fæst með því að versla fjaraðild hjá þríþrautardeild Ægis. 

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA