Vetrarhlaup UFA hafa verið haldin síðan haustið 2003. Fyrstu fjóra veturna voru hlaupnir mismunandi hringir; Lögmannshlíðarhringur (9,1 km.), Lækjargilshringur (9,3 km.), Gamlárshringur (10 km.) og Hlíðarfjallssprettur (6,7 km.). Hér má sjá úrslitin í fyrri hlaupum, þ.e. tímana úr öllum hlaupunum og úrslit stigakeppninnar.
Frá 2007–2016 var hlaupinn sami 10 km hringur í öllum hlaupunum.
2016 var hlaupunum aftur breytt og hlaupnar mismunandi vegalengdir frá 6-10 km. Haustið 2017 var síðan ákveðið að leggja tímatöku í hlaupunum af.