• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Vetrarhlaup 25. október 2023

Hlaupið hefst við Kjarnakot í Kjarnaskógi og er ræst kl. 17.30.
Miðasala hefst kl. 17.00 og kostar miðinn kr. 500.

Hlaupið hefst á stígnum beint fyrir ofan Kjarnakot og er ræst til suðurs. Ríkishringurinn er hlaupinn þangað til komið er efst og nyrst en þá er haldið inn á stíginn að Hömrum. Haldið áfram inn á Hamra, beygt í austur eftir veginum og hlaupið í gegnum tjaldsvæðið, upp með tjörninni að norðan, í gegnum rjóður efst og nyrst á tjaldsvæðinu og inn á Naustaborgarstíginn. Hann er hlaupinn til suðurs að ríkishringnum sem er kláraður niður að Kjarnakoti þar sem þið haldið áfram einn ríkishring í viðbót og endið svo á sama stað og ræst var. Þetta eru ca 6,4 km.

Hér má sjá kort af leiðinni.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA