Mæting í anddyri Lundarskóla og hefst miðasala kl. 17.00. Miðinn kostar að venju kr. 500.
Start og endamark er við göngustíg norðan við Lundarskóla.
Ræst er til vesturs á göngustíg við Lundarskóla. Hlaupinn hringur um KA-svæðið og í
framhaldi suður Heiðarlund að Skógarlundi. Þar er farið yfir gangbraut og hlaupið niður að
Mýrarvegi þar sem beygt er í suður. Mýrarvegur hlaupinn að Miðhúsabraut, beygt til hægri
og hlaupið að hringtorgi við Skógarlund, þar er beygt til vinstri og hlaupið að og inn Brálund.
Eftir Brálund er hlaupið inn á MS stíginn og haldið áfram í norður að Rauða krossinum,
Skógarlundurinn hlaupinn að gangbraut við Heiðarlund, beygt til vinstri og Heiðarlundur
hlaupinn í norður og að endamarki við Lundarskóla.
Þetta eru 5.5 km.