• MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Vetrarhlaup 29. janúar 2025

Mæting í Lystigarðinn við LYST- kaffihús þar sem hlaupið er ræst til norðurs, þar hlaupið þið út úr garðinum um MA-bílaplan. Efst á MA-planinu er farið  yfir Þórunnarstræti til suðurs og beygt fljótlega upp stíg að Álfabyggð. Hlaupið Álfabyggð að Mýrarvegi, beygið til vinstri og hlaupið að og niður Mímisbraut að Þórunnastræti þar sem þið beygið til hægri og haldið áfram að Miðhúsabraut. Við Miðhúsabraut farið þið yfir gangbraut á Þórunnarstræti, niður Lækjargötu að Aðalstræti, beygið til hægri og hlaupið Aðalstræti að Naustafjöru. Við Naustafjöru  farið þið yfir götuna, snúið við og hlaupið stíginn við Aðalstræti (austan megin) til baka, farið inn á Hafnarstræti og hlaupið það alla leið að kirkjutröppunum. Hlaupið upp kirkjutröppurnar, áfram upp Eyrarlandsveg, framhjá MA, meðfram Lystigarðinum alla leið að suðurinngangi hans og haldið þar áfram að LYST-Kaffihúsi þar sem hlaupinu lýkur. Leiðin er um 6 km.

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA