• MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Vetrarhlaup 20. mars 2024

Lokahlaupið þennan veturinn hefst við Hamar (Þórsheimilið) og verður lokahóf haldið þar strax að hlaupi loknu. Við hvetjum alla til að staldra við og þiggja veitingar. Verðlaun verða veitt í lokahófinu, bæði í einstaklings- og liðakeppni en einnig verða útdráttarverðlaun svo öll eiga möguleika á vinning.

Miðasala hefst kl. 17:00 í Hamri og ræsing verður 17:30. Miðinn kostar sem fyrr 500 kr og má greiða á staðnum (með peningum) eða millifæra inn á reikning 0565-26-494291 kt. 490922-0160 (ath. ný kennitala og reikningsnúmer). Gott er að skrifa „Vetrarhlaup“ sem skýringu og nauðsynlegt er að sýna staðfestingu á millifærslu í miðasölu.

Hlaupið hefst á göngustígnum ofan við Hamar og er ræst til norðurs. Hlaupið er yfir gangbraut sem liggur yfir Skarðshlíð og beygt til hægri niður Skarðshlíð. Skarðshlíðin er hlaupin alveg alla leið niður þar til komið er á gangstíg meðfram og norðan við Glerá. Hann er hlaupinn upp meðfram Gleránni og svo beygt til vinstri inn á rauðu göngubrúna yfir Glerá. Hlaupið áfram í gegnum undirgöngin og strax að þeim loknum er beygt til vinstri

og hlaupin lúppa til að komast upp á gangstéttina við Borgarbraut. Hlaupið er upp Borgarbraut, yfir akbrú yfir Glerá og stefnt að trjálundinum meðfram Gleránni. Beygt til vinstri inn á göngustíg sem leiðir í gegnum trjálundinn. Göngustígur kláraður og nú hlaupið upp á Hlíðarbraut. Hlíðarbraut fylgt að Þingvallastræti. Þingvallastræti hlaupið áfram og beygt til vinstri inn á Háskólastíginn við gangbrautina hjá Nettó í Hrísalundi. Háskólastígurinn er hlaupinn alla leið að háskólanum og svo áfram í gegnum sömu undirgöng og yfir rauðu göngubrúna og þaðan beint yfir Höfðahlíð og inn á stíginn sem liggur fyrir ofan Hamar, þann sama og ræst var á. Hlaupinu lýkur á sama stað og var ræst á.

Yfirlitsmynd hlaupaleiðin öll

 

Fyrri hluti leiðarinnar

Seinni hluti leiðarinnar

Undirgöngin

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA