• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Vetrarhlaup 31. janúar 2024

Þriðja vetrarhlaupið þennan veturinn verður miðvikudaginn 31. janúar og hefst að venju kl. 17.30. Rás- og endamark er við World Class við Starndgötu. Þátttökugjald kr. 500, skráning á staðnum frá kl. 17.00.

Ræst er við göngustíg við Strandgötu norðan við World Class. Hlaupið er niður Strandgötu og Hjalteyrargötu, tekinn krókur um Gránufélagsgötu, Laufásgötu og Silfurtanga og síðan er beygt aftur inn á Hjalteyrargötu og henni fylgt að brúnni yfir Glerá. Þar hlaupið þið yfir götuna og inn á göngustíginn meðfram Glerá upp að Hörgárbraut. Þar beygið þið til hægri og haldið áfram að Tölvutek þar sem þið farið niður Undirhlíðina, yfir Krossanesbrautina og haldið áfram að Óseyri. Hlaupið eftir Óseyri og hring rangsælis um Ósvör, hlaupið aftur inn á Óseyrina síðan sömu leið til baka að World Class.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA