Mæting í Lystigarðinn við LYST-kaffihús þar sem hlaupið er ræst til suðurs. Þið hlaupið suður út úr Lystigarðinum við SAK, beygið til hægri og hlaupið upp að Þórunnarstræti. Farið yfir gangbraut á Þórunnarstræti, beygið til vinstri og hlaupið að og upp Mímisbraut að Mýrarvegi, við Mýrarveg haldið þið áfram yfir gangbrautina og inn á stíginn sem liggur að Dalsbraut. Við Dalsbraut beygið þið til vinstri og haldið suður að hringtorgi við Bónus, farið yfir gangbrautina og upp á MS-stíginn sem þið hlaupið alla leið að Rauða krossinum, beygið inn Skógarlundinn og hlaupið að og inn Brálund. Eftir Brálund beygið þið til hægri og takið annan svona hring (MS-stígur að Rauða krossinum, inn Skógarlundinn og að og inn Brálundinn) en þegar þið komið aftur að og inn Brálundinn beygið þið til vinstri og haldið áfram sömu leið til baka þar sem hlaupið endar við LYST-kaffihús.
Leiðin er tæpir 7 km.