• MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Vetrarhlaup LYST með UFA - 26. febrúar 2025

Mæting í Lystigarðinn við LYST-kaffihús þar sem hlaupið er ræst til
suðurs. Þið hlaupið suður út úr Lystigarði við SAK, beygið til hægri og
hlaupið upp að Þórunnarstræti. Farið yfir gangbrautina á
Þórunnarstræti, beygið til vinstri og hlaupið að og upp Mímisbraut,
við Mýrarveg beygið þið til hægri og hlaupið út Mýrarveginn að
Álfabyggð, við Álfabyggð beygið þið til hægri og haldið niður
Álfabyggðina að Þórunnarstræti. Við Þórunnarstræti farið þið yfir
gangbraut og inn á og MA-bílastæðið, hlaupið niður að og í gegnum
Lystigarðinn og út um hann aftur við SAK þar sem þið beygið núna til
vinstri, hlaupið niður bílastæðið við SAK áfram niður Eyrarlandsveg,
meðfram Lystigarðinum, framhjá MA að Hrafnagilsstræti. Beygið þar
til vinstri og farið upp Hrafnagilsstræti að Þórunnarstræti þar sem
beygt er aftur til vinstri, hlaupið norður að bílastæði MA, beygið inn á
bílastæðið og hlaupið inn í og í gegnum garðinn að LYST- kaffihúsi,
þetta er 1 hringur.
HLAUPINU LÝKUR EFTIR TVO SVONA HRINGI.
Tveir hringir eru tæplega 6 km.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA