Mæting er í Lystigarðinn. Hlaupið hefst við Lyst kaffihús og er ræst til suðurs. Hlaupið rangsælis hring í Lystigarðinum og farið út hjá MA. Þar er farið þið yfir Þórunnarstræti, þaðan í suður og yfir Miðhúsabraut. Við Miðhúsabraut er farið niður Ásatún að hringtorgi við Naustagötu, beygt til hægri og hlaupið upp Naustagötu að Kjarnagötu. Þar er beygt í norður og Kjarnagatan hlaupin að austanverðu að Ásatúni. Beygið niður Ásatúnið og haldið áfram að Þórunnarstræti þar sem þið farið aftur yfir Miðhúsabraut. Hlaupið norður Þórunnarstrætið að MA og áfram sömu leið og endið hjá Kaffi Lyst. Leiðin er um 5,8 km. Eftir hlaup verða drykkir á tilboði fyrir hlaupara. Miðasala hefst kl. 17:00 við Lyst kaffihús og ræst verður 17:30. Miðinn kostar sem fyrr 500 kr og má greiða á staðnum (með peningum) eða millifæra inn á reikning 0565-26-494291 kt. 490922-0160. Gott er að skrifa „Vetrarhlaup“ sem skýringu og nauðsynlegt er að sýna staðfestingu á millifærslu í miðasölu.
UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.