• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Forvarnir gegn kynferðislegu áreiti og ofbeldi

UFA reynir eftir fremsta megni að tryggja það að félagsmenn verði ekki fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi í starfi á vegum félagsins. Komi slík mál upp er tekið á þeim í samræmi við stefnu ÍSÍ um forvarnir og viðbrögð við slíkum  málum. 

http://isi.is/fraedsla/kynferdisleg-areitni-og-ofbeldi/

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur það markmið að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Markmiðið er að allir geti tekið virkan þátt á sínum vettvangi og jafnframt leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem hafa átt sér stað án þess að óttast afleiðingar. Þjónusta og ráðgjöf samskiptaráðgjafa stendur öllum þeim til boða sem tilheyra skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi á landinu. Til samskiptaráðgjafa er hægt að leita með mál er varða andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik sem hafa komið upp á vettvangi íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Einnig mun samskiptaráðgjafi koma á samræmdum viðbragðsáætlunum á landsvísu í þessum málaflokkum.

Starfi samskiptaráðgjafa sinna viðeigandi fagaðilar með menntun og þekkingu á málaflokknum. Samskiptaráðgjafi er með aðsetur í húsnæði Domus Mentis - Geðheilsustöðvar í Reykjavík. Hægt er að hafa beint samband við samskiptaráðgjafa í síma 839-9100 eða 783-9100. Einnig er hægt að senda tölvupóst á samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is eða senda inn tilkynningu í gegnum heimasíðu www.samskiptaradgjafi.is. Svarað verður eins fljótt og auðið er.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA