Um 350 hlauparar á öllum aldri tóku ţátt í 1. maí hlaupi UFA í dag. Veđriđ lék viđ okkur, ţrátt fyrir nokkur snjókorn sem féllu ţá var veđriđ stillt og sólin braut sér leiđ og vermdi hópinn fljótlega eftir ađ hlaupiđ hófst.
Tćplega 100 leikskólabörn hlupu einn hring á vellinum eftir góđa upphitun undir stjórn frjálsíţróttaţjálfarans okkar, Unnars Vilhjálmssonar. Kappiđ var mikiđ og sprettu ţau vel úr spori.
Um 200 grunnskólabörn hlupu svo af stađ í 2 km hring, í ţremur hópum eftir aldri. Ţau komu ţreytt en sćl í mark eftir afrekiđ. Máttu ţeir foreldrar sem fylgdu sumum eftir hafa sig öll viđ ađ fylgja ţeim eftir.
Ađ lokum hófst 5 km hlaup og ţar voru skráđ til leiks um 30 krakkar og 20 fullorđnir. Leiđin var býsna löng og á fótinn lengi framan af en allir stóđu sig vel og skiluđu sér kátir í mark. Úrslit hlaupsins má nálgast hér.
Allir ţátttakendur fengu ţátttökupening ađ launum og frímiđa í sund og ţrír fyrstu í hverjum flokki í 5 km hlaupinu fengu verđlaunapeninga fyrir afrekiđ. Auk ţess var pizzusneiđ frá Sprettinum og drykk frá MS í bođi upp viđ Bogann fyrir hlaupara og ţrír heppnir hlauparar fengu útdráttarvinning frá Sportver.
Viđ hjá UFA erum alsćl međ ţátttökuna, kraftinn og gleđina sem var í hópnum, hlökkum strax til nćsta 1. maí hlaups.
Kunnum viđ styrktarađilum hlaupsins bestu ţakkir fyrir stuđninginn en ţeir voru:
Akureyrarbćr og Heilsueflandi samfélag, Ţelamerkurskóli, Svalbarđsstrandarhreppur og Eyjafjarđarsveit. Sprettur-inn, MS, Sportver. Stéttarfélögin á Eyjafjarđarsvćđinu.
Kristófer Sigmarsson var međ myndavélina á lofti og fylgdist međ öllu hlaupinu: https://www.youtube.com/watch?v=siokxki6Hng
Akureyri.net mćtti á svćđiđ og fangađi stemninguna í hlaupinu, ţar má sjá skemmtilegar myndir af leikskóla og grunnskólahlaupinu.