Mikiđ fjölmenni var í 1. maí hlaupi UFA. Um 480 hlauparar á öllum aldri hlupu af stađ og ţá eru ótaldir ţeir foreldrar sem tóku sprettinn sem fylgdarmenn barna sinna í styttri hlaupunum. Veđriđ lék viđ okkur, sól og blíđa, ţađ gerist ekki betra.
Tćplega 160 leikskólabörn hlupu einn hring á vellinum eftir góđa upphitun undir stjórn frjálsíţróttaţjálfarans okkar, Unnars Vilhjálmssonar. Kappiđ var mikiđ og sprettu ţau vel úr spori.
Um 230 grunnskólabörn hlupu svo af stađ í 2 km hring, í ţremur hópum eftir aldri. Ţau komu ţreytt en sćl í mark eftir afrekiđ. Máttu ţeir foreldrar sem fylgdu sumum eftir hafa sig öll viđ ađ missa ekki af ţeim.
Ađ lokum hófst 5 km hlaup og ţar voru skráđ til leiks um 60 krakkar og 30 fullorđnir. Leiđin er býsna löng og á fótinn lengi framan af en allir stóđu sig vel og skiluđu sér kátir í mark. Úrslit hlaupsins má nálgast hér. Ekki tókst ađ afhenda verđlaun fyrir fyrstu ţrjú sćtin í mismunandi aldursflokkum á stađnum ţví rýna ţurfti upptökur til ađ vera viss um rétt úrslit. Verđlaunaafhending fyrir ţrjú fyrstu sćtin í hlaupinu í hverjum aldursflokki verđur á frjálsíţróttavellinum mánudaginn 6. maí 2024 kl. 18:30.
Í ţátttökukeppni grunnskóla sigrađi Ţelamerkurskóli í hópi fámennari skóli en ţar tóku 27% nemenda ţátt í hlaupinu. Í flokki fjölmennari skóla sigrađi Síđuskóli, ţar tóku 11% nemenda ţátt í hlaupinu. Viđ óskum skólunum til hamingju međ ţennan léttstíga nemendahóp.
Allir ţátttakendur fengu ţátttökupening ađ launum og frímiđa í sund. Auk ţess var pizzusneiđ frá Sprettinum og drykkur frá MS í bođi upp viđ Hamar fyrir hlaupara.
Viđ hjá UFA erum alsćl međ ţátttökuna, kraftinn og gleđina sem var í hópnum, hlökkum strax til nćsta 1. maí hlaups ađ ári.
Kunnum viđ styrktarađilum hlaupsins bestu ţakkir fyrir stuđninginn en ţeir voru:
Akureyrarbćr og Heilsueflandi samfélag, Ţelamerkurskóli, Svalbarđsstrandarhreppur og Eyjafjarđarsveit. Sprettur-inn, MS og Stéttarfélögin á Eyjafjarđarsvćđinu.
Kristófer Sigmarsson er mikill áhugamađur um 1. maí hlaupin ţó hann sé ekki á vegum UFA. Hann var međ myndavélina á lofti og fylgdist međ öllu hlaupinu, á upptökunni hans getur hver og einn séđ sinn tíma í hlaupunum. Athugiđ ţó ađ allir tímar í leikskólahlaupinu og 2 km hlaupinu eru eingöngu til gamans, eingöngu er um ţátttökuhlaup ađ rćđa og ţví ekki um eiginlega keppni ađ rćđa. UFA heldur ekki utan um neina skráningu meta í hlaupunum: https://www.youtube.com/watch?v=V7q1fu-LicY
Akureyri.net mćtti á svćđiđ og fangađi stemninguna í hlaupinu, ţar má sjá skemmtilegar myndir af leikskóla og grunnskólahlaupinu.