• MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

98. Meistaramót Íslands á Akureyri um helgina

98. Meistaramót Íslands er núna um helgina, 28.-30. júní og er haldið hér á Akureyri á Þórsvellinum. Okkar fremsta frjálsíþróttafólk kemur saman og keppir um Íslandsmeistaratitla félagsliða og í einstaklingsgreinum. Hægt er að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér. Við hvetjum alla til þess að mæta á völlinn og fylgjast með.

MÍ er stærsta mót ársins innanlands og getur þetta mót því veitt mikilvæg stig fyrir þá sem eru að reyna að komast á stórmót eins og Ólympíuleikana en auka 100 stig eru gefin fyrir það að vinna grein á MÍ. Lágmarkatímabilið fyrir leikana er til 30. júní og er MÍ því síðasta tækifærið fyrir íþróttamenn okkar að ná lágmarki eða hækka sig á Ólympíulista (Road to Paris). Ólympíulistinn er stigalisti af meðaltal fimm hæstu mótum sem keppt er á. Í öllum tæknigreinum eru það efstu 32 á Ólympíulistanum sem komast á leikana en sem dæmi eru 42 efstu sem komast áfram í 5000m hlaupi. Eins og er er enginn Íslendingur inni en nokkir eru nálægt.

Á mótinu á UFA fjölmarka sterka keppendur, þar á meðal mun Baldvin Þór keppa í 1500m hlaupi kl. 13:50 á laguardaginn. Baldvin á Íslandsmetið í 1500m hlaupi, 3:40,36 mín. Hann hefur verið að keppa í 5000m og 3000m hlaupi í sumar. Fyrir rúmri viku keppti hann í 5000m á Boysen Memorial og hljóp á 13:52,44 mín. Einnig keppti hann á Lange Laufnacht í maí og hljóp þar á 13:30,91 mín. Í apríl keppti hann á Meeting Iberomericano en þar sló hann Íslandsmetið í greininni og hljóp á 13:20,34 mín. og var aðeins 34 hundruðustu frá beinu lágmarki á Evrópumeistaramótinu. Hann á einnig Íslandsmetið í 3000m og er það 7:47,68 mín. frá því í fyrra. Baldvin á tvö önnur íslandsmet en það er í 5 og 10 km götuhlaupi. 13:42 mín og 28:51 mín.

Upplýsingar um keppendur í nokkrum helstu greinunum má finna í frétt á FRI.is: Hér

Samhliða Meistaramótinu verður haldið Íslandsmeistaramót fatlaðra og fygljast má með úrslitum: Hér

 

Tímaseðil beggja móta má sjá hér fyrir neðan:

Tímaseðill MÍ 2024

 

 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA