• MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Aðalfundur UFA 2021

Aðalfundur UFA verður haldinn í íþróttahöllinni v/Skólastíg miðvikudaginn 24. febrúar kl. 18:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Núverandi stjórn/varastjórn gefur kost á sér til áframhaldandi setu (4 kraftmiklar konur) en það vantar einn í aðalstjórn og einn í varastjórn. Æskilegt er að frambjóðendur séu karlkyns til að gæta að kynjajafnrétti. Einnig er auglýst eftir a.m.k. 2 frambjóðendum í foreldraráð sem heldur utan um fjáraflanir fyrir keppnisferðir. Framboð skal senda á ufa@ufa.is sem fyrst. Upplýsingar veitir Rósa formaður í síma 840-8802.

Dagskrá fundarins:
- Kosning starfsmanna fundarins
- Skýrsla stjórnar og langhlaupadeildar 2020
- Ársreikningur 2020
- Fjárhagsáætlun 2021
- Veitingar og viðurkenningar
- Ávörp gesta
- UFA fyrirmyndarfélag - kynning
- Kosning stjórnar
- Kosning skoðunarmanna reikninga
- Laga og reglubreytingar
- Önnur mál

Tillögur að lagabreytingum fyrir ársfund 2021


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA