Fimmtudaginn 1. júlí heldur UFA Akureyrarhlaup. Akureyrarhlaup er eitt af elstu almenningshlaupum landsins en hlaupið hefur verið haldið árlega frá 1992 og er hlaupið í ár því það þrítugasta í röðinni. Boðið er upp á þrjár vegalengdir, 5 km, 10 km og hálfmaraþon og einnig er hægt að hlaupa boðhlaup þar sem fjórir skipta með sér 10 km leiðinni og hlaupa 2,5 km hver.
Við hvetjum Akureyringa og nærsveitamenn til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði með okkur. Hlaupaleiðin er marflöt og þægileg fyrir jafnt byrjendur sem vana hlaupara.
Hér má lesa nánari upplýsingar um hlaupið.