Akureyrarmót UFA og Kjarnafćđi Norđlenska var haldiđ 19. og 20. ágúst síđastliđinn.
Mótiđ var vel sótt af norđlenskum frjálsíţróttakrökkum sem létu kuldasteyting og rigningu ekki hafa áhrif á gleđina og keppnisskapiđ. Um 100 keppendur mćttu til leiks, flestir voru iđkendur UFA en einnig mćttu góđir hópar frá Samherjum, Ţingeyingum og Skagfirđingum auk annarra sem sumir hverjir komu lengra ađ.
Keppt var í sex til sjö greinum í flestum aldursflokkum 10 ára og eldri. Keppendur stóđu sig reglulega vel og mikiđ var um bćtingar. Öll úrslit má finna á eftirfarandi hlekk: Ţór - Mótaforrit FRÍ
Fyrir yngstu keppendurnar var bođiđ upp á ţrautabraut ţar sem ţau kepptu í spretthlaupi, langstökki, skutlukasti, grindahlaupi, bođhlaupi og reipitogi. Krakkarnir voru kappsfull og höfđu bćđi ţau og foreldrar ţeirra gaman af, enda hafa ţau eflst á fjölbreyttum frjálsíţróttaćfingum sumarsins.
Stjórn UFA ţakkar keppendum kćrlega fyrir árangursríkt og skemmtilegt mót. Stjórnin sendir einnig hjartans ţakkir til allra starfsmanna sem ađ mótinu komu, sem eru bođnir og búnir ađ ađstođa félagiđ hvenćr sem kalliđ kemur, hvort sem er í sól eđa hryssingslegu veđri líkt og núna um helgina.
Skapti Hallgrímsson mćtti á stađinn fyrir Akureyri.net og tók skemmtilegar myndir, sjá hér.
Ađ auki eru nokkrar skemmtilega myndir frá mótinu hér fyrir neđan:
Ljósmyndarar Unnar Vilhjálmsson og Jóna Finndís Jónsdóttir