• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Anna Berglind og Arnar íslandsmeistarar í hálfu maraþoni

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks var haldið í gær 2. júlí. Keppt var í 5 km, 10 km og hálfmaraþoni og var keppni í hálfmaraþoni jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni. Hátt í 200 hlauparar mættu til leiks og sprettu úr spori.

Í hálfmaraþoni landaði Anna Berglind Pálmadóttir úr UFA Íslansmeistaratitlinum hún hljóp sitt besta hálfmaraþonhlaup til þessa á 1:25:30, önnur kvenna var Ólöf G. Ólafsdóttir á 1:37:47 og þriðja var Björg Alexandersdóttir á 1:42:09. Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson úr ÍR á 1:10:57, annar var Valur Þór Kristjánsson á 1:17:10 og þriðji var Ívar Trausti Jósafatsson á 1:20:50.

Í 10 km hlaupi sigraði sigraði Rannveig Oddsdóttir í kvennaflokki á 39:51, önnur var Helga Guðný Elíasdóttir á 41:16 og þriðja var Sonja Sif Jóhannsdóttir á 41:44. Í karlaflokki sigraði Ólafur Ragnar Helgason á 38:22, annar var Snæþór Aðalsteinsson á 39:02 og þriðji var Atli Steinn Sveinbjörnsson á 39:10.

Í 5 km hlaupi sigraði Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir í kvennaflokki á 20:25, önnur var Hólmfríður Þrastardóttir, sem er aðeins 9 ára gömul á 23:03 og þriðja var Þórey Sjöfn Sigurðardóttir á 24:11. Í karlaflokki sigraði Hlynur Aðalsteinsson á 19:24, annar var Svavar Lárus Nökkvason á 19:44 og þriðji var Þórleifur Stefán Björnsson á 20:11.

Hér má sjá tíma allra sem hlupu.

UFA þakkar styrktaraðilum hlaupsins fyrir rausnarlegan stuðning, undirbúningsnefnd fyrir góða skipulagningu og framkvæmd og hlaupurum fyrir þátttökuna.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA