• MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Árið byrjar af krafti

Jæja gott fólk árið byrjar heldur betur vel hjá UFA fólki. Um síðastliðna helgi fór fram MÍ í fjölþraut og MÍ Masters í Laugardalshöllinni.

Í fjölþrautinni varð Birnir Vagn Finnsson Íslandsmeistari í sjöþraut karla ( 60m- langst-kúla-hástökk-60mgrind-stöng og 1000m hlaup) Birnir skrapaði saman 4343 stigum sem er hans annar besti árangur frá upphafi.
Hinn 16 ára gamli Garðar Atli Gestsson tók þátt í sjöþraut 16-17 ára. Garðar átti mjög góða þraut og náði í 3344 stig og bætti sig í 4 greinum
Dagur Pálmi Ingólfsson varð Íslandsmeistari í fimmþraut 15 ára drengja ( 60mgrind-langstökk-hástökk-kúla og 800m hlaup) Það er óhætt að segja að Dagur gjörsigraði fimmþrautina með 2556 stig sem er yfir lágmarki fyrir unglingalandsliðið. Dagur bætti sig í þremur greinum.

MÍ í Mastersflokkum var haldið samhliða og þaðan kom okkar fólk klyfjað af verðlaunum. UFA náði í næst flest verðlaun á þessu móti eða 16 gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun.
Í flokki 50-54 ára karla þá varð Ágúst Bergur Kárason fimmfaldur Íslandsmeistari í 60m, 200m, 400m langstökki og þrístökki. Beggi fékk auk þess silfur í hástökki
Í flokki 60-64 ára þá verð Unnar Vilhjálmsson Íslandsmeistari í kúluvarpi
Anna Sofia Rappich rúllaði sínum flokki upp í 60m, langstökki og stangarstökki í flokki 60-64 ára
Ebba Karen Garðarsdóttir náði í gull í 200m hlaupi í flokki 35-39 ára, Ebba náði einnig í silfur í 60m og kúlu
Sonja Sif Jóhannsdóttir sótti 2 gull í 200m og 400m í flokki 45-49 ára
Sigríður Hrefna Pálsdóttir varð hlutskörpust í flokki 45-49 ára í langstökki ,þrístökki og kúlu
Loks varð Eygló Ævarsdóttir íslandsmeistari í kúluvarpi kvenna 35-39 ára

Myndir af Flickr síður FRÍ og frá Unnari

MI þraut masters

MI þraut masters

MI þraut masters

MI þraut masters

MI þraut masters

MI þraut masters

MI þraut masters

MI þraut masters


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA