• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Arnar með brautarmet í Akureyarhlaupi

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks fór fram í gær. Þátttakendur voru um 140 og hlupu ýmist 5 km, 10 km eða hálft maraþon. 

Arnar Pétursson sigraði í hálfmaraþoni karla á nýju brautarmeti 1:10.01 sem er 12 sekúndum undir eldra brautarmeti sem Þorbergur Ingi Jónsson átti. Anna Berglind Pálmadóttir var fyrst kvenna í hálfmaraþoni kvenna á 1.26:25. Anna Berglind og Arnar eru því Íslandsmeistarar í hálfmaraþoni 2018.

Í 10 km hlaupi kom Þórólfur Ingi Þórsson fyrstur í mark á 33:40 og Rannveig Oddsdóttir var fyrst kvenna á 39:18.

Í 5 km hlaupi sigraði Vignir Márí Lýðsson í karlaflokki á 16:59 og Sonja Sif Jóhannsdóttir var fyrst kvenna á 20:10.

Öll úrslit úr hlaupinu má sjá hér: https://timataka.net/akureyrarhlaup2018/

 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA