• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Áttatíu manns tóku þátt í Gamlárs-þrettánda-haupi ÍV og UFA

Þar sem ekki viðraði til útihlaupa á gamlársdag var Gamlárshlaupinu frestað til dagsins í dag og fór fram í ágætu veðri og góðu hlaupafæri. Góður hópur hlaupara mætti til hlaups, margir prúðbúnir enda keppt um best klædda liðið.

Í 5 km hlaupi kom Anna Berglind Pálmadóttir fyrst í mark á 20:52, önnur kvenna var Þóra Guðný Baldursdóttir á 25:00 og þriðja var Rakel Friðriksdóttir á 26:07. Í karlaflokki var Helgi Rúnar Pálsson fyrstur á 23:20, annar var Björn Þorleifsson á 23:50 og sjónarmun á eftir honum var faðir hans Þorleifur Stefán Björnsson.

Í 10 km hlaupi var Halldór Hermann Jónsson fyrstur á 38:33, annar karla var Hjalti Jónsson á 43:44 og þriðji var Halldór Arinbjarnarson á 44:10. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 42:11, önnur var Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir á 45:38 og þriðja var Rósfríð Áslaugsdóttir á 52:31.

Tíma allra sem hlupu má sjá hér.

UFA þakkar öllum þeim sem styrktu hlaupið með gjöfum og vinnuframlagi. Allur ágóði af hlaupinu rennur í fararsjóð iðkenda sem eru að fara í æfingabúðir á Tenerife um páskana.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA