Annað Vetrarhlaup þessa vetrar var háð í gærkvöld við góðar aðstæður, vægt frost og stilla og gangstéttar vel ruddar. Þátttakan var mjög góð, 40 manns hlupu, allir kátir og glaðir. Tvö lið bættust í hópinn og eru liðin þá orðin 14 talsins.
Sigurvegarar þessa hlaups voru Gunnar Atli Fríðuson hjá körlum og Anna Berglind Pálmadóttir kvenna megin.
Helgi Rúnar Pálsson var annar karla en önnur kona var Sonja Sif Jóhannsdóttir.
Þriðja kona var Hildur Andrésdóttir en þriðji karl Þórleifur Stefán Björnsson.
Liðakeppnin er spennandi en þar hefur Ofurkvennaliðið tekið forystuna, Svitakirtlarnir eru þó á hælunum á þeim en Ultra kjellur eru í þriðja sæti.
Hér má röð hlaupara og stöðuna í stigakeppni einstaklinga og liða eftir tvö fyrstu hlaupin.