Rétt um 60 manna hópur frá UFA á alþjóðlega frjálsíþróttamótið Världsungdomsspelen á Ullevi leikvanginum í Gautaborg núna um miðjan júní. Metþátttaka var frá Íslandi því um 260 íslendingar voru á leikunum, þ.e. keppendur, þjálfarar, fararstjórar og fjölskyldur.
Einn gullverðlaunahafi var í UFA hópnum, Sindri Lárusson sigraði kúluvarp karla! Fjölmargarar bætingar voru hjá hópnum enda frábærar aðstæður til keppni, 15-20 stiga hiti og lítill vindur. Þjálfararnir Unnar, Brói og Sindri voru með augun allsstaðar og náðu að passa ótrúlega vel upp á alla keppendur og halda fjörinu uppi, þúsund þakkir til þeirra!
Stjórn UFA þakkar einnig Huldu Berglindi sérstaklega vel fyrir að passa vel upp á þá krakka sem ferðuðust foreldralausir og öllum þeim sem komu að skipulagningu og fjáröflun ferðarinnar. Þá þökkum við stuðningsaðlium ferðarinnar Kjarnafæði Norðlenska, Norðurorku, RUB 23 og Toyota Akureyri kærlega fyrir stuðninginn.
Við erum stolt af appelsínugula hópnum okkar!
Skemmtilegar myndir frá keppninni má finna á vef Akureyri.net