Góð þáttaka var í þriðja vetrarhlaupi vetrarin sem fram fór í gær. Hlaupinn var 6,5 km langur hringur frá Sundlauginni, umhverfis Naustahverfið, niður Skautasvellsbrekkuna, gegnum Innbæinn og upp kirkjutröppurnar og Laugargötu að sundlauginni. Hlauparar létu vetrarveður og færð ekki ská sig út af laginu og mættu 47 hlauparar til leiks.
Gunnar Atli Fríðuson var fyrstur karla og fyrst kvenna var Anna Berglind Pálmadóttir. Annar karla var Helgi Rúnar Pálsson og þriðji var Erwin Van der Werve. Önnur kona var Sonja Sif Jóhannsdóttir og þriðja var Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir.
Hér má sjá röð hlaupara og stöðuna í æsispennandi stigakeppni einstaklinga og liða.