• MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fyrsta vetrarhlaupið vel sótt

Fyrsta vetrarhlaup þessa vetrar var haldið á miðvikudaginn. Vetarhlaupin hafa verið fastur liður í starfsemi langhlaupadeildar UFA frá stofnun hennar og njóta sívaxandi vinsælda. Góð þátttaka var í hlaupinu á miðvikudaginn en 73 hlauparar mættu og hlupu 6,6 km langan hring um bæinn.

Í vetrarhlaupunum er keppt í tvenns konar stigakeppni, annars vegar stigakeppni einstaklinga sem byggir á röð hlaupara í mark og hins vegar stigakeppni liða sem byggir að þessu sinni á mætingu liðsfélaga. Nánar má lesa um fyrirkomulag hlaupanna hér. 

Í fyrsta hlaupi vetrarins var Gunnar Atli Fríðuson sprettharðastur karla, Atli Steinn Sveinbjörnsson var annar og Heiðar Hrafn Halldórsson þriðji. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir var fyrst kvenna, Hildur Andrjesdóttir önnur og Eva Birgisdóttir þriðja.

Hér má sjá röð hlaupara og stöðuna í stigakeppninni eftir fyrsta hlaupið.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA