Baldvin Þór Magnússon bætti í gær Íslandsmetið í 3000 m hlaupi innanhúss þegar hann hljóp á 7:53,72 mín. á bandaríska háskólameistaramótinu. Með tímanum bætti Baldvin eigið Íslandsmet í greininni um 20/100 úr sekúndu. Eldra metið setti hann 6. febrúar þegar hann hljóp á 7:53,92 mín og sló þá Íslandsmet Hlyns Andréssonar frá 2019 um rúmar fimm sekúndur.
Helgin var reglulega góð hjá 3000m hlaupurum UFA því auk ofangreinds varð Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir í 2. sæti á Meistaramóti Íslands á tímanum 10.38,61