Annað árið í röð gerðu UFA Eyrarskokkarar góða ferð í Laugavegshlaupið og sópuðu til sín verðlaunum. Anna Berglind Pálmadóttir sigraði kvennakeppnina á tímanum 5:24:00 og Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstu karla í mark á 4:32:15 -og hafði þó hitað upp með því að hlaupa leiðina í hina áttina áður en hlaupið hófst.
Nítján Eyrarskokkarar tóku þátt í hlaupinu, einn varð að hætta eftir að hafa hlaupið fyrsta hluta leiðarinnar en aðrir skiluðu sér í mark eftir að hafa hlaupið um 55 km leið frá Landmannalaugum inn í Þórsmörk. Í kvennaflokki áttu Eyrarskokkarar fjórar konur af tíu fyrstu konum. Anna Berglind Pálmadóttir var sem fyrr segir fyrst kvenna, Eva Birgisdóttir var fjórða kona í mark, Sonja Sif Jóhannsdóttir var sjötta og Hildur Andrjésdóttir níunda. Í karlaflokki var Þorbergur Ingi fyrstur og Gunnar Atli Fríðuson varð sjötti.
Í sveitakeppni urðu kvennasveitir UFA Eyrarskokks í fyrsta og öðru sæti og karlasveit UFA náði öðru sæti. Flottur árangur hjá okkar fólki sem sýnir hve öflug hlaupadeildin okkar er.
Í töflunni hér að neðan má sjá yfirlit yfir árangur Eyrarskokkaranna.