• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Götuganga Akureyrar

Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.

Gönguleið
Gengið verður í suðurátt frá Hofi og snúið við þegar leiðin er hálfnuð og gengið til baka. Brautarverðir verða á leiðinni til að leiðbeina þátttakendum og hvetja þá til dáða.

Skráning og keppnisnúmer
Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 23 föstudaginn 11. október, til að eiga möguleika á útdráttarvinningi. Sækja þarf keppnisnúmer í Hof á götugöngudag (12.okt) kl. 10-12. Göngugarpar verða svo beðnir um að skila númeri að göngu lokinni svo endurnýta megi þau.

Athugið að allir sem vilja fá tíma sinn skráðan verða að vera með keppnisnúmer framan á sér þegar þeir koma í mark.

Skráningarsíðan er hér



Og frekari upplýsingar hér: https://www.ufa.is/is/frjalsar/gotuganga


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA