Grunnskólamót UFA í frjálsum fór fram dagana 9.-12. maí. Mikiđ fjör var í Boganum ţar sem um 1.100 krökkum í 4.-7. bekk grunnskóla Akureyrarbćjar var bođiđ ađ koma ađ keppa í frjálsum íţróttum, auk ţeirra bćttist Ţelamerkurskóli í hópinn, mćtti međ einn árgang, og veitti stćrri skólunum góđa samkeppni.
Keppt var í spretthlaupi, hringhlaupi, langstökki, bođhlaupi og reipitogi. Mikiđ kapp var í krökkunum, allir stóđu sig mjög vel, bćđi í keppni og í stuđningsmannaliđum, og vonandi höfđu sem flestir gaman af. Ein stúlkan sem kom brosandi í mark eftir spretthlaupiđ sagđist aldrei á ćvinni hafa hlaupiđ svona hratt.
Bćđi var um ađ rćđa einstaklingskeppni og keppni milli skóla í hverjum árgangi. Efstu 10 krökkum í hverri grein er bođiđ ađ ćfa frítt međ UFA út júní og fengu ţeir afhent sérstakt viđurkenningarskjal. Keppni milli skólanna var hörđ og í einhverjum tilfellum réđust úrslit um stigahćsta skólann ekki fyrr en í síđustu greinum.
Stigahćstu skólarnir voru eftirfarandi:
- 4. bekkur – Brekkuskóli
- 5. bekkur – Lundarskóli
- 6. bekkur – Lundarskóli
- 7. bekkur – Síđuskóli
UFA og skólarnir hjálpuđust ađ viđ ađ halda mótiđ. Til viđbótar viđ ţjálfara og ađra liđsmenn UFA ţá komu góđir hópar krakkar úr 8-10. bekkjum til mćlinga ásamt ţví ađ íţróttakennarar og ađrir starfsmenn skólann gripu í mćlingar/skráningu og önnur tilfallandi verkefni ţegar á ţurfti ađ halda. Viđ hjá UFA viljum ţakka skólunum fyrir samstarfiđ um ţetta mót sem er virkilega skemmtilegt og gefandi. UFA ţakkar einning Akureyrarbć og Heilsueflandi samfélagi fyrir styrk til ađ halda mótiđ.
Gaman vćri ef sem flestir krakkar kćmu ađ ćfa frjálsar íţróttir međ UFA í sumar, sumarćfingataflan verđur auglýst bráđlega en fram ađ henni gildir vetrar-/vorćfingataflan. Meistaramót Íslands í frjálsum íţróttum fyrir aldurshópinn 11-14 ára verđur haldiđ á Selfossi helgina 24.-25. júní nk. og gaman vćri ađ mćta međ stóran og góđan hóp ţangađ.