• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Guðfinna til UFA!

Guðfinna Kristín Björnsdóttir er ein efnilegasta hlaupakona landsins um þessa mundir þrátt fyrir stuttan hlaupaferil. Hún byrjaði að hlaupa eftir að knattspyrnuskórnir fóru á hilluna árið 2021 og hefur náð mjög athyglisverðum árangri á þessum stutta tíma. Árið 2023 sigraði hún Hvítasunnuhlaup Hauka ásamt því að vera ofarlega í helstu keppnishlaupum landsins það sumar og þar er sagan rétt að byrja.

Sumarið 2024 sigraði Guðfinna Þorvaldsdalsskokkið og Kerlingafjöll ultra, einnig endaði hún í 6. Sæti í Hammer trail í Danmörku, 4. sæti í Laugaveginum, 3. sæti í Súlur Vertical 43 km ásamt því að loka sumrinu í Sviss þar sem hún keppti í Wildstrubel 70 km hlaupi þar sem hún endaði í sjöunda sæti.

Nú er komið að því að halda áfram að skrifa hlaupasöguna og stefnir Guðfinna á að bæta brautarhlaupum við í keppnisdagskrána sína næstu misserum, hindrunarhlaup og millivegalengdir eru það sem er mest spennandi segir hún.

Guðfinna sem stundar nám við læknisfræði í Danmörku þessa stundina segist vera spennt fyrir samstarfinu með UFA og hún hlakki til að keppa fyrir félagið á brautinni á komandi keppnistímabili.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA