• MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Unglingalandsmót UMFÍ - frestað vegna sóttvarnaraðgerða

Toppurinn á sumrinu hjá mörgum er þátttaka á Unglingalandsmóti UMFÍ sem verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Iðkendur UFA er hvattir til þess að mæta á þessa skemmtilegu hátíð þar sem hægt er að keppa í frjálsum íþróttum og fjölmörgum öðrum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Engin hópferð verður á vegum UFA á mótið, heldur er gert ráð fyrir að hver og einn keppandi fari á eigin vegum með fjölskyldunni. Foreldrar þurfa einnig að skrá sína keppendur sjálfir, athugið að þegar kemur að skráningu félags þá veljum við ÍBA (Íþróttabandalag Akureyrar), UFA fellur undir það. Skráningarfrestur er til 25. júlí.

Tjaldsvæðin eru félagaskipt og innifalin í skráningargjaldi. Gaman væri að sem flestir UFA keppendur og fjölskyldur þeirra færu á mótið svo við getum skemmt okkur vel saman!

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu unglingalandsmótsins www.ulm.is en þar er einnig hlekkur á skráningarsíðu mótsins sem er umfi.felog.is.

Ath. mótinu hefur verið frestað vegna sóttvarnaraðgerða: https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/unglingalandsmoti-umfi-frestad/


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA