Meistaramót Íslands í frjálsum íţróttum 11 til 14 ára fór fram á Selfossvelli, 23.-25. júní sl. Um 170 keppendur voru skráđir til leiks frá 15 félögum og hérađssamböndum víđs vegar af landinu. Mótiđ var reglulega skemmtilegt ţrátt fyrir mikla rigningu, enda ađstađa á mótsstađ frábćr ţar sem keppendur gátu leitađ skjóls í Lindex-höllinni í upphitun og á milli greina.
UFA átti ţar ţrettán keppendur sem allir stóđu sig međ prýđi og bćttu sig í fjölmörgum greinum. Félagiđ varđ nćst-stigahćst í flokkum 11 ára stúlkna og 14 ára pilta, ţriđja stigahćst í flokki 12 ára stúlkna og fimmta stigahćsta félagiđ alls.
Iđkendur UFA komust 22 sinnum á verđlaunapall og hlutu níu Íslandsmeistaratitla.
- Tobías Ţórarinn Matharel varđ í Íslandsmeistari í 80 m grindahlaupi, 300 m grindahlaupi, hástökki, langstökki, ţrístökki og spjótkasti, í öđru sćti í 80 m hlaupi og í ţriđja sćti í 300 m hlaupi og kringlukasti í flokki 14 ára pilta. Hann setti auk ţess meistaramótsmet í sínum flokki bćđi í 80 m hlaupi og ţrístökki.
- Garđar Atli Gestsson, varđ öđru sćti í kringlukasti og í ţriđja sćti í kúluvarpi og spjótkasti í flokki 14 ára pilta
- Kría Steinunn Hjaltadóttir, varđ Íslandsmeistari í hástökki, í öđru sćti í kúluvarpi og í ţriđja sćti í langstökki, í flokki 11 ára stúlkna. Hún varđ auk ţess Íslandsmeistari í fjölţraut, ţ.e. samanlögđum stigafjölda í öllum sex greinum í flokki 11 ára stúlkna
- Lilja Sól Tulinius varđ Íslandsmeistari í kúluvarpi og í ţriđja sćti í spjótkasti í flokki 11 ára stúlkna
- Athena Lindeberg Maríudóttir varđ í öđru sćti í hástökki og í ţriđja sćti í langstökki í flokki 13 ára stúlkna
- Guđrún Hanna Hjartardóttir varđ í ţriđja sćti í hástökki 14 ára stúlkna.
- Sveit 14 ára pilta varđ í ţriđja sćti í 4x100m bođhlaupi
Frekari úrslit má nálgast hér
Myndir frá Unnari Vilhjálmssyni