• MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Meistaramót Íslands - 11 til 14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11 til 14 ára fór fram í Laugardalshöll um helgina, 12.-13. mars. Um 250 keppendur voru skráðir til leiks frá 15 félögum og héraðssamböndum.

UFA átti þar þrettán keppendur sem allir stóðu sig með prýði. Aðstaða á mótsstað var frábær og keppendur UFA bættu sig í flestum greinum sem þeir kepptu og komust níu sinnum á verðlaunapall.
- Arnar Helgi Harðarson, varð Íslandsmeistari í 60 m hlaupi og 60 m grindahlaupi 13 ára pilta.
- Aníta Lind Sverresdóttir, varð Íslandsmeistari í hástökki 14 ára stúlkna
- Tobías Þórarinn Matharel varð í öðru sæti í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi, langstökki og í þriðja sæti í kúluvarpi 13 ára pilta.
- Garðar Atli Gestsson varð í öðru sæti í kúluvarpi 13 ára pilta.
- Sveit UFA varð í öðru sæti í 4x200 m boðhlaupi 13 ára pilta.

Frekari úrslit má nálgast hér.

Árið byrjar reglulega vel hjá iðkendum UFA og við hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi framförum þeirra!   

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

MÍ 11-14 ára  MÍ 11-14 ára

Myndir: Unnar Vilhjálmsson


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA