Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11 til 14 ára innanhúss fór fram í Laugardalshöll um helgina, 11.-12. febrúar. Um 300 keppendur voru skráðir til leiks frá 16 félögum og héraðssamböndum víðs vegar af landinu.
UFA átti þar fimmtán keppendur sem allir stóðu sig með prýði. Aðstaða á mótsstað var frábær og keppendur UFA bættu sig í fjölmörgum greinum.
Iðkendur UFA komust sextán sinnum á verðlaunapall og hlutu sex Íslandsmeistaratitla.
- Tobías Þórarinn Matharel varð í Íslandsmeistari í 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki, í öðru sæti í 60 m hlaupi og í þriðja sæti í hástökki í flokki 14 ára pilta.
- Arnar Helgi Harðarson, varð Íslandsmeistari í 60 m hlaupi, varð í öðru sæti í 60 m grindahlaupi og þrístökki og í þriðja sæti í langstökki í flokki 14 ára pilta.
- Garðar Atli Gestsson, varð í þriðja sæti í kúluvarpi í flokki 14 ára pilta
- Sveit UFA varð í öðru sæti í 4x200 m boðhlaupi 14 ára pilta.
- Kría Steinunn Hjaltadóttir, varð Íslandsmeistari í langstökki og hástökki, og í þriðja sæti í 60m hlaupi og kúluvarpi, í flokki 11 ára stúlkna.
- Emelía Rán Eiðsdóttir, varð í öðru sæti í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna
Frekari úrslit má nálgast hér.
Árið byrjar reglulega vel hjá iðkendum UFA og við hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi framförum þeirra!
Þessar myndir og fleiri má finna á Flickr síðu FRÍ: Hér