Ný stjórn UFA var skipuð á síðasta aðalfundi þann 13.febrúar sl.
Úr stjórn gengu Anna Kristrún Sigurpálsdóttir, sem gegndi stöðu ritara, en hún mun reyndar ekki ljúka störfum fyrr en í byrjun apríl, þegar nýr gjaldkeri tekur við. Einnig gekk úr stjórn Árný Þóra Ármannsdóttir. Þökkum þeim vel unnin störf.
Ný stjórn fundaði 25.febrúar og skipti með sér verkum þannig: Þórhallur Másson, sem áfram gegnir stöðu formanns, Hjalti Jónsson varaformaður, Jóna Jónsdóttir gjaldkeri (tekur við í apríl), Elsa María Guðmundsdóttir ritari, Hafdís Sigurðardóttir fulltrúi iðkenda og meðstjórnandi, Sigurður Magnússon meðstjórnandi. Í varastjórn sitja þau Jón Kjartan Jónsson og Rósa Dagný Benjamínsdóttir.
Mörg spennandi verkefni framundan og virkilega gaman að hafa stjórn fullskipaða áhugasömu fólki.