Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir bætti einum Íslandsmeistaratitli í safnið á laugardaginn þegar hún sigraði á Íslandsmeistaramótinu í 10.000 m hlaupi. Sigþóra hjóp á 37:38,06 sem er hennar besti tími til þessa í 10.000 m brautarhlaupi. Aðstæður voru frekar erfiðar, rigning og töluverður vindur. Önnur í hlaupinu var Íris Dóra Snorradóttir úr FH á 40:13,50 og þriðja var Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR sem hljóp á 41:01,51.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.