• MÍ 11-14 2021
  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Sigþóra og Arnar Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi og Baldvin með brautarmet í 5 km.

Akureyrarhlaup fór fram í blíðskaparveðri á Akureyri í kvöld og 150 keppendur hlupu um götur bæjarins. Keppt var í 5 km, 10 km og hálfmaraþoni og var 10 km hlaupið jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni. Vegna vatnavaxta í Eyjafjarðará þurfti að breyta hlaupaleiðinni í hálfmaraþoni á síðustu stundu og var brugðið á það ráð að hlaupa 10 km hringinn tvisvar og bæta við hann 1,1 km lykkju til að ná 21 km.

Sigþóra

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA og Arnar Pétursson úr Breiðabliki lönduðu Íslandsmeistaratitlunum. Sigþóra hljóp á 36:57 sem er hennar besti tími til þessa og Arnar hljóp á 31:51. Önnur kvenna var Hluda Elma Eysteinsdóttir UFA á 43:19 og þriðja var Linda Heiðarsdóttir á 43:26. Annar karla var Teddy Sum á 34:03 og þriðji var Egill Örn Gunnarsson á 40:12.

Í 5 km hlaupi sigraði Baldvin Þór Magnússon UFA í karlaflokki á nýju brautarmeti 14:40 og fyrst kvenna var Sonja Sif Jóhannsdóttir á 19:52. Annar karla var Guðlaugur Ari Jónsson úr ÍR á 17:17 og þriðji var Gunnar Marteinsson á 18:13. Önnur kvenna var Eva Kristín Evertsdóttir á 20:39 og þriðja var Guðný Petrína Þórðardóttir á 21:56.

Í hálfmaraþoni var Jörundur Frímann Jónasson úr UFA fyrstu karla á 1:18:21 og Rannveig Oddsdóttir úr UFA var fyrst kvenna á 1:27:23. Annar karla var Aron Ýmir Pétursson á 1:19:04 og þriðji var Reynir Bjarni Egilsson á 1:19:30. Yvonne Höller var önnur kvenna á 1:42:55 og Birta Kristín Helgadóttir var þriðja á 1:48:11.

Myndir: Birkir Baldvinsson


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA