Hlauparar létu erfitt færi ekki aftra sér frá því að hlaupa um götur bæjarins í dag í Gamlárshlaupi Íslenskra verðbréfa og UFA. Sjötíu manns mættu til leiks og tóku sprettinn um bæinn og settu ýmsar furðuverur og forynjur svip sinn á hlaupið.
Í 5 km hlaupi var Ólíver Einarsson fyrstur í mark á 27:14 og Ester Rún Jónsdóttir gaf honum lítið eftir og kom fyrst kvenna í mark 27:49. Í 10 km hlaupi var Fjölnir Bryjnarsson fyrstur á 42:06 og fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 45:04. Tíma allra sem hlupu má sjá hér.
Hörð samkeppni var í búningakeppninni en Team Scream bar sigur úr bítum fyrir einstaklega vandaða og ógnvekjandi búninga.
UFA þakkar Íslenskum verðbréfum, Bjargi, RUB23, Bakaríinu og brúna og MS fyrir stuðninginn við hlaupið.