Þann 23. nóvember síðastliðinn undirrituðu UFA og Íslensk verðbréf styrktarsamning. Samningurinn gildir út árið 2018 og í honum felst að Íslensk verðbréf eru fjárhagslegur bakhjarl helstu keppnishlaupa sem UFA stendur fyrir, þ.e. Akureyrarhlaupsins, Gamlárshlaupsins og vetrarhlauparaðar UFA. Samningurinn er UFA afar þýðingarmikill og gerir félaginu kleift að gera áðurnefnd hlaup að enn meiri og stærri hlaupaviðburðum en þau eru nú þegar. UFA hlakkar til samstarfsins við Íslensk verðbréf.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.