Okkar maður, Þorbgur Ingi Jónsson, varð í dag í öðru sæti í sterku alþjóðlegu utanvegahlaupi í Sviss. Hlaupið kallast Scenic Trail og er 54 km langt, með 3.900 metra heildarhækkun. Þorbergur rúllaði þetta á 6 tímum og 3 mínútum og sýndi enn og aftur með árangri sínum að hann er kominn í fremstu röð á heimsvísu í fjalla- og utanvegahlaupum. Um leið er þessi árangur honum gott vegarnesti inn í undirbúning hans fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum, sem haldið verður í Portúgal í haust. UFA óskar Þorbergi hjartanlega til hamingju með frábært afrek!
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.